„Það er rosa gaman að sjá hvað dansmenningin er rík á Íslandi núna. Bara nú í ár hafa íslensk danspör unnið sigra á nokkrum mótum úti í heimi og það er margt spennandi fram undan,“ segir Anna Claessen dansfrömuður.
Anna er í fullu starfi við að breiða út og boða ástríðu sína fyrir dansi. Hún er framkvæmdastjóri Dansíþróttasambands Íslands og heldur auk þess úti félaginu Dansi og kúltúr ásamt félaga sínum.
Athygli hefur vakið að fjölmörg íslensk danspör hafa náð góðum árangri á mótum úti í heimi að undanförnu og dansinn virðist í miklum blóma um þessar mundir. Anna segir í samtali við Morgunblaðið að auk móta erlendis hafi tvö stór mót verið haldin hér á landi það sem af er ári og önnur tvö verða haldin á næstunni, 16.-17. mars og 4.-5. maí.
Anna kannast vel við að dansinn sé í blóma en segir að það séu ekki endilega ný tíðindi.
Sjá viðtal við Önnu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.