„Mjög ánægjuleg lending“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fyrst og fremst er ég ánægður fyr­ir hönd okk­ar fé­lags­manna og þeirra sem voru að fá þess­ar boðuðu hækk­an­ir,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR. Al­menna leigu­fé­lagið hef­ur dregið til baka fyr­ir­hugaðir hækk­an­ir leigu sem áttu að koma til fram­kvæmda á næstu þrem­ur mánuðum.

„Þetta er mjög ánægju­leg lend­ing. Í byrj­un mars verður þessu fólki boðið upp á mögu­leika á leigu­samn­ing­um til mun lengri tíma en áður hafa þekkst á ís­lensk­um leigu­markaði,“ seg­ir Ragn­ar.

Greint var frá þessu í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu VR og Al­menna leigu­fé­lags­ins síðdeg­is. Þar kom enn frem­ur fram að unnið yrði að breyt­ing­um á leigu­samn­ing­um fé­lags­ins með það að mark­miði að bjóða samn­inga til lengri tíma en þekkst hef­ur á al­menna markaðnum, þar sem tryggt er hús­næðis­ör­yggi og stöðugra leigu­verð. 

VR hafði hótað því að taka allt sitt fé, 4,2 millj­arða, úr eign­a­stýr­ingu hjá Kviku banka. Kvika er eig­andi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Gamma og Al­menna leigu­fé­lagið er í eigu sjóðs sem er í stýr­ingu hjá Gamma.

Mikið álag sem fylg­ir stöðugum flutn­ing­um

Ragn­ar seg­ir að grunn­for­senda þess að hér geti byggst upp heil­brigður leigu­markaður sé að fólki sé tryggt fram­færslu­legt ör­yggi og að bú­setu­ör­yggi sé tryggt. „Fólk er kannski að gera leigu­samn­ing í ein­hverju hverfi þar sem börn­in þeirra sækja leik- og grunn­skóla og það þarf svo alltaf að hafa þetta bú­setuóör­yggi hang­andi yfir sér,“ seg­ir Ragn­ar og bend­ir á að fjöl­skyld­ur þurfi jafn­vel að flytja hverfa á milli:

„Það er orðið mjög al­var­legt lýðheilsu­mál ef börn ná ekki að skjóta niður fé­lags­leg­um rót­um. Sömu­leiðis er mikið álag sem fylg­ir því að vera í stöðugum bú­ferla­flutn­ing­um. Þetta er gríðarlega stórt og mikið hags­muna­mál fyr­ir viðskipta­vini leigu­fé­lag­anna. Það er ofboðslega ánægju­legt að við skul­um hafa náð þess­ari lend­ingu og fundið fyr­ir þess­um vilja hjá Al­menna leigu­fé­lag­inu að hafa farið í þetta með okk­ur.

Að Ragn­ars mati sýn­ir þetta að ým­is­legt sé hægt ef fólk tal­ar sam­an. VR ætli að leggja sitt af mörk­um til að hér verði byggður upp heil­brigðari hús­næðismarkaður og eru til að vinna að því með hverj­um þeim sem hef­ur áhuga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert