Skýrslutöku lokið en rannsókn enn í gangi

Frá vettvangi slysins við Hjörleifshöfða.
Frá vettvangi slysins við Hjörleifshöfða. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Búið er að taka skýrslu af bæði ökumönnum og farþegum í umferðarslysi sem varð er tveir bílar rákust saman á Suður­lands­vegi, aust­an við Hjör­leifs­höfða, um miðjan mánuð.

Um harðan árekstur var að ræða og segir Oddur Árnason, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, rannsókn slyssins enn vera í gangi en lögregla bíður m.a. eftir frekari rannsóknargögnum og áverkavottorðum.

Hann segir ekkert þó hafa komið fram sem hreki þá skoðun lögreglu að ann­ar bíll­inn hafi snú­ist í hálku og farið yfir á öf­ug­an veg­ar­helm­ing og að það hafi orðið til þess að öku­tæk­in skullu sam­an.

Búið er að útskrifa þann bílstjóra sem slasaðist af Landspítalanum, en báðir farþegarnir liggja þar enn að sögn lögreglu. Þeir slösuðust meira og þurfti m.a. að beita klippum við að ná þeim út úr bílunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert