Telja sig vita hver var í bílnum

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar við flúðirnar andspænis kirkjugarði Selfosskirkju.
Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar við flúðirnar andspænis kirkjugarði Selfosskirkju. Ljósmynd/Sigurður K. Kolbeinsson

Lögreglan á Suðurlandi telur sig hafa sterkan grun um hver ökumaður bílsins er sem virðist hafa af ásettu ráði ekið bíl sínum út í Ölfusá um klukkan 22 í kvöld. 

Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við mbl.is. Í tilkynningu frá lögreglu segir að búið sé að hafa samband við aðstandendur ökumannsins og að þeir séu meðvitaðir um aðgerðir lögreglu, slökkviliðs, þyrlu og björgunarsveitarmanna á vettvangi. 

Brak úr bílnum hefur fundist í ánni og styður það við grun lögreglu um ökumann bílsins. All­ar björg­un­ar­sveit­ir í Árnes­sýslu hafa verið kallaðar út og leitað er á ánni á bátum og úr lofti af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Einnig hef­ur verið óskað eft­ir aðstoð frá björg­un­ar­sveit­um úr Reykja­vík og búnaði frá þeim líkt og drón­um, hita­mynda­vél­um og ljósa­búnaði. Oddur segir að leit verði fram haldið í nótt en veðurskilyrði við ána eru ekki sem best, rigning og hvasst. 

Björgunarmenn að störfum við Ölfusá. Lögreglan telur sig vita hver …
Björgunarmenn að störfum við Ölfusá. Lögreglan telur sig vita hver ökumaður bílsins er sem virðist hafa ekið af ásettu ráði út í ána. Ljósmynd/Guðmundur Karl
Frá leitinni við Ölfusárbrúna í kvöld.
Frá leitinni við Ölfusárbrúna í kvöld. Ljósmynd/Sigurður K. Kolbeinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka