Bannað verður að blanda heima

Veipað á Laugaveginum
Veipað á Laugaveginum mbl.is/Kristinn Magnússon

Lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, sem taka gildi á laugardaginn 1. mars, leyfa einungis markaðssetningu á þeim áfyllingum sem innihalda nikótín sem hafa verið tilkynntar til Neytendastofu og skráðar í sameiginlega aðgangsgátt EES ríkjanna.

Það verður því bannað að selja „heimablandað“. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur það þekkst að einkaaðilar blandi rafrettuvökva fyrir sig og aðra.

Lögin voru samþykkt 12. júní 2018. Í umsögnum um frumvarpið kom m.a. fram að auðvelt hafi verið að nálgast heimatilbúna rafrettuvökva og sterkt nikótín til að blanda sjálft vökvana, að því er fram kemur í umfjöllun um  þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert