Fauk mælirinn í veðurofsanum?

Stórhöfði. Mynd úr safni.
Stórhöfði. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Mik­ill storm­ur geng­ur nú yfir stór­an hluta lands og var meðal­vind­hraði á Suðaust­ur­land­inu víða 20-25 m/​s í morg­uns­árið og átti enn eft­ir að bæta í sums staðar.

Á vefn­um Eyj­ar.net er bent á að meðal­vind­hraðinn á Stór­höfðastöðinni hafi í gær­kvöldi mælst mest­ur 32 m/​s og sterk­ustu vind­hviðurn­ar 42 m/​s. Veðrið átti svo að ná há­marki nú í morg­uns­árið, en eng­ar mæl­ing­ar hafi hins veg­ar borist frá stöðinni á Stór­höfða frá því klukk­an þrjú í nótt.

„Spurn­ing­in er hvort mæl­ir­inn hafi bilað eða hrein­lega fokið í veðurofs­an­um?“ spyrja þeir á Eyj­ar.net.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Veður­stof­unn­ar verður þó að telj­ast mjög ólík­legt að mæl­ir­inn hafi fokið. Vera kunni hins veg­ar að hann hafi bilað, en eins eigi hann það til að detta út.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert