Formlegri leit hætt í dag

Leit að manninum verður haldið áfram í birtingu.
Leit að manninum verður haldið áfram í birtingu. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Formlegri leit að manni sem tal­inn er hafa ekið bif­reið sinni út í Ölfusá seint í gær­kvöldi hefur verið hætt í dag. Svokallaðir sjónpóstar, sem lögregla og björgunarsveitarmenn geta fylgst með, verða á nokkrum stöðum við ána og leit verður haldið áfram í fyrramálið.

„Við höfum ekki fundið neitt sem hefur leitt okkur áfram í þessu, einhver plastbrot, en við vitum að bíllinn er þarna ofan í,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við mbl.is. 

Farið var tvisvar yfir leit­ar­svæðið við Ölfusá í dag og tóku vel á annað hundrað björgunarsveitarmenn þátt í leitinni, auk lögreglu- og slökkviliðsmanna og þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Að öllu óbreyttu verður leitin með sama sniði í fyrramálið.  

Ljósmynd/Guðmundur Karl
Björgunarsveitarmenn fóru tvisvar sinnum yfir leitarsvæðið í dag, meðal annars …
Björgunarsveitarmenn fóru tvisvar sinnum yfir leitarsvæðið í dag, meðal annars á gúmmíbátum. Ljósmynd/Guðmundur Karl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert