Leitað verður fram í myrkur

Farið verður tvisvar yfir leitarsvæðið við Ölfusá í dag en umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá því í gærkvöld að karlmanni, sem fæddur er árið 1968 og búsettur á Selfossi, sem talinn er hafa ekið bifreið sinn út í ána um klukkan 22:00. 

Í myndskeiðinu er rætt við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem fer með stjórn aðgerða á vettvangi, að um 60 björgunarsveitarmenn hafi verið við leit í morgun og að gert sé ráð fyrir að um eitt hundrað taki þátt í henni eftir hádegi. Leitað verði fram í myrkur. Finnist maðurinn ekki í dag er stefnt að því að leitinni verði haldið áfram á morgun.

Veður hefur staðið leitarmönnum fyrir þrifum en hefur farið batnandi. Hvasst var í morgun og mikil rigning. Íshröngl er í Ölfusá og er áin gruggug. Þá er vatn að aukast í henni.

Meðal annars hefur verið notast við báta við letina að …
Meðal annars hefur verið notast við báta við letina að manninum í Ölfusá. mbl.is/Hallur Már Hallsson
mbl.is/Hallur Már Hallsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert