Veikindalisti hafi ekki hangið uppi

Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum segir að listi yfir …
Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum segir að listi yfir veikindi starfsmanna hafi ekki hangið uppi á vegg á Grand hóteli og að Efling hafi ekki haft samband vegna málsins. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Þetta er nátt­úru­lega listi sem lá inni á skrif­stofu yf­ir­manns og hékk ekki neins staðar uppi, þannig að það eru rang­færsl­ur í þess­ari frétt. Þetta er bara yf­ir­lit um veik­indi starfs­manna rétt eins og fólk held­ur utan um sum­ar­or­lof og vetr­ar­or­lof, þá eru yf­ir­menn með svona lista hjá sér,“ seg­ir Erna Dís Ing­ólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslands­hót­el­um.

Efl­ing stétt­ar­fé­lag sendi frá sér til­kynn­ingu í morg­un, þar sem full­yrt var að „skamm­arlisti“ hefði hangið uppi á hót­eli í Reykja­vík, með upp­lýs­ing­um um það hversu marga veik­inda­daga starfs­fólk hefði tekið á ár­inu 2018. Um var að ræða Grand hót­el, sem er í eigu Íslands­hót­ela.

Fram kom í til­kynn­ingu Efl­ing­ar að stétt­ar­fé­lag­inu hefði borist til­kynn­ing um list­ann fyrr í þess­um mánuði, en Erna Dís seg­ir að þrátt fyr­ir að svo sé hafi Efl­ing ekki haft sam­band við eig­end­ur Grand hót­els til þess að kanna málið frek­ar, en mynd af list­an­um var send út í frétta­til­kynn­ingu í morg­un. Frétta­til­kynn­ing­unni fylgdu upp­lýs­ing­ar um að lög­fræðing­ur ASÍ ætlaði að senda Per­sónu­vernd til­kynn­ingu um málið og að birt­ing lista sem þessa gæti varðað sekt­um.

„Við buðum þeim [í Efl­ingu] hérna á fund um dag­inn og þau ræddu við allt okk­ar starfs­fólk og það var allt fag­mann­legt okk­ar á milli. Þau segja að þeim hafi borist þetta í upp­hafi mánaðar, sam­kvæmt frétt­inni. Þau hafa ekki haft neitt sam­band við okk­ur,“ seg­ir Erna Dís.

„Þau hefðu líka getað komið hérna og skoðað hjá okk­ur að þessi listi er ekk­ert uppi á vegg, ef þau hefðu komið. Það er nátt­úru­lega eðli­legt að haldið sé utan um sum­ar­frí, veik­inda­daga og annað eins og yf­ir­menn séu með yf­ir­lit um það hjá sér, í möpp­um, á sín­um einka­skrif­stof­um,“ bæt­ir hún við.

Hef­ur þá ein­hver farið inn á einka­skrif­stofu og tekið mynd af þess­um lista?

„Nú veit ég ekki hvernig þessi mynd komst [til Efl­ing­ar], alla vega er þessi mynd ekki frá okk­ur, en ég vil ekki ásaka neinn um neitt held­ur. Ég veit ekki hvernig þessi mynd komst til þeirra, en auðvitað hefði Efl­ing bara getað skoðað aðstæðurn­ar hjá okk­ur hérna um dag­inn ef þau hefðu viljað. Ég tek fram að þetta er eng­inn skamm­arlisti, þarna er fólk sem er ekki með neina veik­inda­daga, tvo veik­indaga. Þarna er bara verið að halda utan um það, hvað fólk á mikið inni af veik­inda­dög­um og annað eins,“ seg­ir Erna Dís.

„Mér finnst dá­lítið spes að það sé verið að geyma þessi gögn frá því í upp­hafi mánaðar og að þau séu að koma út núna, án þess að það sé eitt­hvað talað við okk­ur um þetta mál.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka