56 missa vinnuna hjá Ístaki

Allt stefnir í að margir missi vinnu sína hjá Ístaki.
Allt stefnir í að margir missi vinnu sína hjá Ístaki. mbl.is/Árni Sæberg

Bygg­inga­fyr­ir­tækið Ístak hef­ur sagt upp 31 fa­stráðnum starfs­manni. Auk þess hef­ur verið tek­in ákvörðun um að end­ur­nýja ekki samn­ing um þjón­ustu 25 starfs­manna sem sinnt hafa verk­efn­um á vett­vangi fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir til­stuðlan starfs­manna­leigu sem Ístak hef­ur átt sam­starf við.

Karl Andreassen, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir að nú þegar sjái und­ir lok þriggja stórra upp­steypu­verk­efna hjá fyr­ir­tæk­inu sé óvíst hvort verk­efn­astaðan leyfi þann starfs­manna­fjölda sem fyr­ir­tækið hef­ur byggt starf­sem­ina á.

„Við von­umst að sjálf­sögðu til að geta dregið megnið af þess­um upp­sögn­um til baka þegar og ef verk­efni sem við höf­um verið lægst­bjóðend­ur í, verða samþykkt og sett í gang.“

Karl seg­ir að fyr­ir­tækið hafi sett sig í sam­band við Vinnu­mála­stofn­un vegna upp­sagn­anna en einnig stétt­ar­fé­lagið Efl­ingu, en flest­ir þeir sem ákvörðunin snert­ir eru fé­lags­menn þar. Hann seg­ir að viðbrögð starfs­manns fé­lags­ins veki mikla furðu.

„Þegar við til­kynnt­um fé­lag­inu þetta var okk­ur gerð grein fyr­ir því að þessi ákvörðun kynni að valda því að verk­fallsaðgerðum yrði beitt gegn Ístaki. Það er ótrú­legt að þetta skuli vera viðbrögðin þegar við til­kynn­um þessa mjög þung­bæru ákvörðun, sem eng­inn tek­ur létt,“ seg­ir Karl.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag hafn­ar Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, því að fyr­ir­tæk­inu hafi verið hótað en bend­ir á að fé­lagið sé ekki und­ir því sem hún nefn­ir „friðarskyldu“ um þess­ar mund­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert