Deilurnar ná til margra

Í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fulltrúar Eflingar, VLFA, VLFG og VR og …
Í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fulltrúar Eflingar, VLFA, VLFG og VR og SA funda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sátta­mál­um fjölg­ar á borði Rík­is­sátta­semj­ara eft­ir vís­an­ir stétt­ar­fé­laga á umliðnum dög­um og hef­ur nú verið boðað til þriggja sátta­funda í kjara­deil­um í dag og á morg­un.

Í þeim 16 aðild­ar­fé­lög­um Starfs­greina­sam­bands­ins, fé­lög­um í sam­floti iðnaðarmanna og LÍV sem hafa nú vísað kjara­deil­um við SA til Rík­is­sátta­semj­ara, eru sam­tals rúm­lega 53 þúsund launþegar, sem eru virk­ir á vinnu­markaði. Í fé­lög­un­um fjór­um sem vísuðu fyrr í vet­ur og hafa slitið viðræðum eru tæp­lega 64 þúsund fé­lags­menn virk­ir á vinnu­markaði.

Ætla má að ná­lægt 117 þúsund launþegar, eða all­ur þorri launa­fólks á al­menn­um vinnu­markaði, séu því í þeim verka­lýðsfé­lög­um inn­an vé­banda ASÍ sem eru ým­ist kom­in með kjara­deil­ur í sáttameðferð eða hafa slitið viðræðum og hafið und­ir­bún­ing at­kvæðagreiðslna um verk­föll.

Sjald­an ef nokkru sinni hafa fleiri launþegar en nú heyrt sam­tím­is und­ir kjara­deil­ur á vinnu­markaðinum sem eru komn­ar á það stig að vera ým­ist í sáttameðferð hjá Rík­is­sátta­semj­ara eða í und­ir­bún­ingi að vinnu­stöðvun­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um kjara­mál­in í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert