Deilurnar ná til margra

Í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fulltrúar Eflingar, VLFA, VLFG og VR og …
Í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fulltrúar Eflingar, VLFA, VLFG og VR og SA funda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sáttamálum fjölgar á borði Ríkissáttasemjara eftir vísanir stéttarfélaga á umliðnum dögum og hefur nú verið boðað til þriggja sáttafunda í kjaradeilum í dag og á morgun.

Í þeim 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, félögum í samfloti iðnaðarmanna og LÍV sem hafa nú vísað kjaradeilum við SA til Ríkissáttasemjara, eru samtals rúmlega 53 þúsund launþegar, sem eru virkir á vinnumarkaði. Í félögunum fjórum sem vísuðu fyrr í vetur og hafa slitið viðræðum eru tæplega 64 þúsund félagsmenn virkir á vinnumarkaði.

Ætla má að nálægt 117 þúsund launþegar, eða allur þorri launafólks á almennum vinnumarkaði, séu því í þeim verkalýðsfélögum innan vébanda ASÍ sem eru ýmist komin með kjaradeilur í sáttameðferð eða hafa slitið viðræðum og hafið undirbúning atkvæðagreiðslna um verkföll.

Sjaldan ef nokkru sinni hafa fleiri launþegar en nú heyrt samtímis undir kjaradeilur á vinnumarkaðinum sem eru komnar á það stig að vera ýmist í sáttameðferð hjá Ríkissáttasemjara eða í undirbúningi að vinnustöðvunum, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert