Fundir frestast langt inn í vikuna

Reykjavíkurborg vill vera fjölskylduvæn og því gafst m.a. ekki tími …
Reykjavíkurborg vill vera fjölskylduvæn og því gafst m.a. ekki tími til að undirbúa fundi borgarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fella þarf niður fundi í um­hverf­is- og heil­brigðisráði, skipu­lags- og sam­gönguráði og borg­ar­ráði vegna vetr­ar­fría í grunn­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Voru skóla­frí þessi sl. mánu­dag og þriðju­dag en halda átti fund­ina í dag, miðviku­dag, og á morg­un, fimmtu­dag.

Mun þetta vera fylgi­fisk­ur þess að gera Reykja­vík­ur­borg að „fjöl­skyldu­væn­um vinnustað“ því ekki mun hafa gef­ist tími til að und­ir­búa áður­nefnda fundi.

„Við erum að gera borg­ar­stjórn og Reykja­vík­ur­borg að fjöl­skyldu­væn­um vinnustað. Það er vetr­ar­frí í skól­um borg­ar­inn­ar þessa vik­una,“ seg­ir Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata og formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs, í Morg­un­blaðinu í dag, og vís­ar til vetr­ar­frís grunn­skólakrakka á mánu­dag og þriðju­dag.

Sig­ur­borg Ósk seg­ir frí­dag­ana tvo vera þá daga sem alla jafna eru nýtt­ir til að und­ir­búa þá fundi sem fella þarf niður. Seg­ir hún það myndu vera „mjög erfitt“ að halda óbreyttu plani og funda þrátt fyr­ir skóla­fríið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert