Hafa rætt krónueignir í níu klukkustundir

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi seint í kvöld.
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi seint í kvöld. Skjáskot/Alþingi

Rúmar níu klukkustundir eru síðan önnur umræða hófst á Alþingi um frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 

Umræðan hófst rétt eftir klukkan þrjú í dag að lokinni sérstakri umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar. Þingmenn Miðflokksins hafa beitt málþófi í yfir níu klukkustundir og enn eru allir þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá. 

Umræðurnar fóru fjörlega af stað og var Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Miðflokks­ins, gríðarlega heitt í hamsi þegar Smári McCart­hy Pírati spurði Sig­mund um hags­muni hans í tengsl­um við umræður um af­l­andskrónu­eig­end­ur og vog­un­ar­sjóði. Sig­mund­ur sagði fram­komu Smára nýja lægð hjá Pír­öt­um.

Þegar þetta er skrifað er hins vegar verið að ræða nefndarfundi og þegar þingmenn Miðflokksins hafa lokið máli sínu óska þeir eftir að komast aftur á mælendaskrá. 

Á heimasíðu Alþingis má fylgjast með beinni útsendingu frá umræðum á þinginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert