Hóta Viðari og Drífu lögsókn

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Eflingu.
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Eflingu.

Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og eina milljón króna í skaðabætur vegna ummæla sem hann hefur látið falla í fjölmiðlum um starfsemi fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur einnig hótað Drífu Snædal, forseta ASÍ, lögsókn.

Viðar greinir frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Í samtali við Fréttablaðið segist hann ekki hafa í hyggju að bregðast við þessu. Þess er krafist að hann birti afsökunarbeiðni á vefsíðu Eflingar og grein á Vísi. Til vara geti hann birt grein annars staðar.

Haft var eftir Viðari á vef Eflingar 8. febrúar að tugir Rúmena hírðust í herbergjum, allt að tíu saman, en borgi þó fimmtíu þúsund krónur á mánuði fyrir. Hann spurði sig hvers vegna það gerist aftur og aftur hjá sömu fyrirtækjunum að starfsmenn búi við svo slæmar aðstæður. Ástæðan væri líklega sú að engin viðurlög væru við brotum fyrirtækjanna.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, birtir mynd af bréfi í ummælum við færslu Viðars þar sem henni er einnig hótað lögsókn.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert