Neyðarskorsteinar opnaðir á Bakka í dag

Starfsemi hófst í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík síðasta …
Starfsemi hófst í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík síðasta vor. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Neyðarskorsteinar á kísilverksmiðju PCC á Bakka á Húsavík voru opnir um tíma í dag vegna viðhalds á rykhreinsibúnaði í ljósbogaofnum. Af þeim sökum barst töluverður reykur og lykt frá verksmiðjunni.

Neyðarskorsteinarnir voru einnig opnaðir á sunnudag og segir Jökull Gunnarsson, forstjóri PCC á Bakka, í samtali við Morgunblaðið í dag að snjó­koma og kuldi á iðnaðarsvæðinu hafi valdið erfiðleik­um við rekst­ur kís­il­vers­ins í vet­ur. Stífl­ur hafi mynd­ast í reyk­hreinsi­virki vers­ins eft­ir að þurft hef­ur að slökkva á ofn­um henn­ar í lengri tíma og það leiðir aft­ur til þess að slökkva hef­ur þurft á ofn­un­um aft­ur til að hreinsa.

Fyrsta starfsár kísilversins hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig, slökkva hefur þurft á ofnunum nokkrum sinnum, tölvubúnaður hefur bilað og auk þess kom eldur upp í verksmiðjunni í byrjun júlí. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert