Gleði, galsi og gallsteinar

Að mati Daníels Freys Jónssonar leiklistarrýnis Morgunblaðsins er uppfærsla Leikfélags …
Að mati Daníels Freys Jónssonar leiklistarrýnis Morgunblaðsins er uppfærsla Leikfélags Akureyrar á Gallsteinum afa Gissa „fyrst og fremst ákaflega góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.“ Ljósmynd/Auðunn Níelsson

„Fjörið er í fyr­ir­rúmi, sýn­ing­in er drif­in áfram af fá­dæma krafti, tón­list­in glym­ur og það er gleði og gam­an. Já, það er kátt í höll­inni og á nokkr­um stöðum táraðist ég bók­staf­lega úr hlátri þegar leik­ar­ar fóru á kost­um í gals­an­um. Leik­mynd, lýs­ing og dans­hreyf­ing­ar mynda órofa heild. Lit­rík leik­mynd­in er nokkuð ein­föld en með því að aflaga horn og hlut­föll tek­ur hún á virk­an hátt þátt í ýkt­um frá­sagn­ar­mát­an­um,“ seg­ir í leik­dómi Daní­els Freys Jóns­son­ar um Gall­steina afa Gissa í upp­færslu Leik­fé­lags Ak­ur­eyr­ar sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag. 

Sýn­ing­in er byggð á skáld­sög­unni Sag­an um gall­steina afa Gissa eft­ir Krist­ínu Helgu Gunn­ars­dótt­ur sem út kom 2002, en Krist­ín Helga og Karl Ágúst Úlfs­son skrifuðu hand­rit sýn­ing­ar­inn­ar sem Ágústa Skúla­dótt­ir leik­stýr­ir. 

Daní­el hrós­ar allri um­gjörð sýn­ing­ar­inn­ar og frammistöðu leik­ar­anna, en skrif­ar svo: „Eitt er það þó sem truflaði mig við þessa sýn­ingu. Afi Gissi er gam­all sjó­ari með húðflúr af ýms­um kon­um út um all­an skrokk, göml­um „sigr­um“ úr hafn­ar­borg­um víða um heim, og stytt­ir sér stund­ir á spít­al­an­um við að segja hinum sjúk­ling­un­um kvennafars­sög­ur af sjálf­um sér, að því er virðist í því augnamiði að bæta nýrri mynd í safnið. Mamm­an ber ábyrgð á heim­il­inu, börn­um, matseld og eig­in­mann­in­um líka. Það breyt­ist ekki við ósk­ina þó óneit­an­lega sinni hipp­inn þessu öllu á ann­an veg en her­for­ing­inn. Pabb­inn sem er fjar­rænn og til­finn­ingasljór fyr­ir ósk­ina er aðallega sár yfir því að börn­in nenni ekki að leika við hann eft­ir hana,“ skrif­ar Daní­el Freyr og held­ur áfram stuttu síðar: „Mögu­lega er þetta hugs­un­ar­leysi en með því að ríg­halda í þess­ar hefðbundnu og gam­aldags staðal­mynd­ir um kyn­hlut­verk­in í sam­fé­lag­inu er tæki­fær­inu til að gera verkið djarf­ara, nú­tíma­legra og gefa því meira er­indi varpað fyr­ir róða. Það er spurn­ing hversu hollt það er að halda þess­um úr­eltu fyr­ir­mynd­um að börn­um.“ Eft­ir standi samt að sýn­ing­in, sem hann gef­ur þrjár stjörn­ur, sé „fyrst og fremst ákaf­lega góð skemmt­un fyr­ir alla fjöl­skyld­una.“

Leik­dóm­inn má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert