Segir hótun um málsókn engin áhrif hafa

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir erindi Manna í vinnu ekki …
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir erindi Manna í vinnu ekki hafa nein áhrif á aðgerðir Eflingar vegna kjara verkamanna sem leituðu til stéttarfélagsins. mbl.is/​Hari

„Þetta hefur engin áhrif á mig eða afstöðu Eflingar,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við mbl.is um erindi fyrirtækisins Menn í vinnu þar sem krafist er afsökunarbeiðni og skaðabóta ellegar verði Viðari stefnt vegna ummæla hans um fyrirtækið.

Framkvæmdastjórinn segir jafnframt að erindi fyrirtækisins mun ekki hafa áhrif á þær aðgerðir sem stéttarfélagið hefur sett í farveg vegna málsins. Efling hefur nú þegar útvegað verkamönnum sem segjast hafa verið sviknir um laun lögmann.

Einnig hótaði fyrirtækið Drífu Snædal, forseta ASÍ, málsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert