Tekur ekki fyrir mál Thomasar Møller

Thomas Møller Olsen í Landsrétti.
Thomas Møller Olsen í Landsrétti. mbl.is/Árni Sæberg

Hæstirétt­ur hafnaði því í dag að taka fyr­ir mál Thomas­ar Møller Ol­sen sem dæmd­ur var í 19 ára fang­elsi fyr­ir morðið á Birnu Brjáns­dótt­ur. Þar með er mál­inu lokið. Fjallað er um þetta á frétta­vef Rík­is­út­varps­ins, en Thom­as hef­ur setið í tvö ár í gæslu­v­arðhaldi.

Fram kom í kröfu verj­anda Thomas­ar, Páls Rún­ars Kristjáns­son­ar, um að Hæstirétt­ur tæki málið fyr­ir að málsmeðferð fyr­ir Lands­rétti hefði verið stór­lega ábóta­vant og brotið í bága við stjórn­ar­skrána og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Þessu hafn­ar Hæstirétt­ur hins veg­ar.

Þá seg­ir í frétt­inni að ekki liggi fyr­ir hvort Thom­as muni óska eft­ir því að fá að afplána dóm sinn í heimalandi sínu Græn­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert