Veita styrk vegna verslunar í Norðurfirði

Í Norðurfirði á Ströndum.
Í Norðurfirði á Ströndum. mbl.is/Jón Guðbjörn Guðjónsson

Styðja á verslun á sex stöðum í strjálbýli þar sem hún hefur átt erfitt uppdráttar og eru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónir kr. í nýjum samningi sem Byggðastofnun hefur undirritað.

Hæsta styrkinn, 7,2 milljónir, fær Árneshreppur vegna verslunar í Norðurfirði í Árneshreppi en verslun þar hefur verið lokuð frá síðasta hausti.

Hríseyjarbúðin fær 6,3 milljóna kr. styrk vegna verslunar í Hrísey og verslunin Urð ehf. fær 5,5 milljónir til að styðja við áframhaldandi verslun með dagvöru á Raufarhöfn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert