Austur-Evrópa heillar Íslendinga

Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.

Austurhluti Evrópu var til skamms tíma nánast ókannað landsvæði fyrir íslenska atvinnumenn í knattspyrnu.

Einn og einn hafði slæðst þangað, svo sem Hannes Þ. Sigurðsson til Rússlands og Kasakstans og Garðar Gunnlaugsson til Búlgaríu, en nú hefur þeim fjölgað hratt sem semja við félög í austanverðri álfunni.

Árni Vilhjálmsson er nú kominn til Úkraínu, fyrstur Íslendinga, sem nú leika víðar um lönd en nokkru sinni fyrr, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í íþróttablaði  Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert