Lækkuðu um 48 milljarða

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Skuldir ríkissjóðs lækkuðu um 48 milljarða síðastliðinn þriðjudag með því að skuldabréfið RIKB 19 var greitt upp. Innlendar skuldir ríkissjóðs voru um 717 milljarðar í lok janúar en eru nú rúmir 673 milljarðar.

Björgvin Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála hjá Seðlabanka Íslands, segir aðspurður að eftir þessa afborgun hafi hrein skuld ríkissjóðs lækkað um 0,4%. Hún var 20,3% í janúar og gæti því verið komin undir 20% í fyrsta sinn á þessum áratug. Björgvin segir að á móti gjalddaganum komi útgáfa ríkissjóðs í verðtryggðum flokki skuldabréfa, RIKS 26, ásamt útgáfu á ríkisvíxli í mánuðinum. M.t.t. þessa lækkuðu skuldirnar um 44 milljarða í febrúar. Þá kunni gengissveiflur að hafa áhrif á stöðu erlendra lána.

Áðurnefnt skuldabréf, RIKB 19, var upphaflega gefið út 2009 en bréfið stóð í 83 milljörðum í ágúst 2017. Hefur ríkissjóður greitt það upp á 18 mánuðum. Sú fjárhæð er á við kostnað við nýjan meðferðarkjarna Landspítalans og er þá ekki tekið tillit til greiðslu ríkissjóðs af vöxtum en árlegir nafnvextir flokksins eru 8,75%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert