Bílasala dregst saman um 30%

Bílar á lager við Reykajvíkurhöfn.
Bílar á lager við Reykajvíkurhöfn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það sem helst hefur áhrif á bílasöluna eru kjaraviðræðurnar og óvissa varðandi þá niðurstöðu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins, en bílasala dróst saman um 30% í febrúarmánuði frá því sem var í sama mánuði í fyrra.

Jón Trausti segist þó hafa búist við meiri samdrætti í sölu í mánuðinum en raun ber vitni en salan í janúarmánuði dróst saman um tæplega 50% á milli ára.

Í umfjöllun um bílasöluna í Morgunblaðinu í dag nefnir Jón Trausti einnig að undanþága, sem rann út um áramót, vegna álagningar vörugjalda á bifreiðar sem ætlaðar eru til útleigu skipti máli í þessu samhengi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert