Flygildi koma með vörurnar heim

Maron Kristófersson fylgist með drónasendingu fara af stað.
Maron Kristófersson fylgist með drónasendingu fara af stað. Ljósmynd/Jón Páll Vilhelmsson

Aha.is fer ekki troðnar slóðir þegar kemur að heimsendingum á mat, fatnaði og fleiri vörum.

Með umhverfissjónarmið að leiðarljósi eru vörurnar ýmist keyrðar á áfangastað í rafmagnsbílum eða sendar með drónum á fyrirfram ákveðnum flugleiðum.

Í dag er hægt að fá sendingar með dróna ef veður leyfir, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa þjónustu í Morgunblaðinu í dag.

Til að bæta þjónustuna eru nýir og fullkomnari drónar væntanlegir. Maron Kristófersson, forstjóri Aha.is, segist leggja metnað í að finna betri leiðir fyrir íslenskar netverslanir til að keppa við erlendar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert