Kópavogur bíður svara frá WOW air

Þessi hugmynd varð í 3. sæti í lokaðri hugmyndasamkeppni WOW …
Þessi hugmynd varð í 3. sæti í lokaðri hugmyndasamkeppni WOW air. Tölvumynd/Yrki arkitektar

Bæjaryfirvöld í Kópavogi bíða enn svara frá WOW air varðandi lóð félagsins í Kársnesi. Vegna anna hjá WOW air vannst ekki tími til að svara fyrirspurn í síðari hluta febrúar.

WOW air áformaði að reisa höfuðstöðvar á landfyllingu við Vesturvör í Kársnesi. Lóðin snýr að Nauthólsvík en þaðan er áformað að leggja brú yfir á Kársnesið.

Byggingarlóðin er í eigu félagsins TF-Kóp en það er í eigu Skúla Mogensen, forstjóra WOW air. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember að bæjarlögmaður Kópavogs hefði ritað félaginu bréf. Tilefnið var fyrirspurn um gang verkefnisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka