Lokun Shooters varði stutt

Shooters hefur verið opinn síðan skömmu eftir að lögreglan gerði …
Shooters hefur verið opinn síðan skömmu eftir að lögreglan gerði þar húsleit í síðasta mánuði. mbl.is

Skemmtistaðurinn Shooters opnaði fáeinum dögum eftir að lögreglan gerði þar húsleit aðra helgina í febrúar. Lokunin var ekki varanleg og varði aðeins meðan á aðgerðum stóð. Síðustu vikur hefur hann verið opinn á kvöldin og er enn.

Upplýsingar sem mbl.is fékk frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru þær, að rannsóknin hafi bara staðið í þennan stutta tíma og að henni lokinni hafi staðnum sem von er verið frjálst að opna á ný.

Rannsóknin var liður í víðtækum aðgerðum lögreglu þessa helgi í febrúar vegna grunsemda um umfangsmikla brotastarfsemi. Gerðar voru húsleitir á átta stöðum víða um bæ, þar á meðal á skemmtistöðum. Nánari upplýsingar frá lögreglu um þá rannsókn fást ekki.

Að sögn starfsmanna á nærliggjandi skemmtistöðum hefur Shooters verið opinn frá því tveir dagar voru liðnir frá rannsókninni. Meðan á henni stóð var staðnum þó lokað með innsiglum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert