Margir erlendir ferðamenn fara í hvalaskoðun frá Akureyri á hverju ári og er siglt með bátum sem gerðir eru út af Akureyri Hvalaskoðun. Á laugardag fóru um 110 farþegar með Hólmasól og 116 fóru í gær.
Frá áramótum hafa nú á þriðja þúsund manns farið í þessar ferðir og virðist ekkert lát vera á áhuga fólks.
Þetta góða gengi má að miklu leyti þakka góðri markaðssetningu og beinu flugi frá Bretlandi. Er það ferðaskrifstofan Super Brake sem heldur úti ferðum til Akureyrar og eru flugferðir tvisvar í viku.