Á undanförnum árum hafa komið upp tilvik þar sem innfluttir, notaðir bílar voru keyrðir mun meira en kílómetramælar þeirra sýndu.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir að blaðinu sé kunnugt um nýlegt dæmi um bíl sem fluttur var inn frá Evrópu og reyndist ekinn rúmlega þrefalt meira en talið var.
Kom það í ljós í þjónustuskoðun hér á landi. Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag hvetur formaður Bílgreinasambandsins neytendur til þess að vera vakandi í viðskiptum sem þessum.