Veik króna styrkir kvikmyndagerðina

Norræn þáttaröð verður til í Stykkishólmi.
Norræn þáttaröð verður til í Stykkishólmi. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Útlitið er orðið bjartara í kvikmyndagerð hér á landi og veiking krónunnar á sinn þátt í því.

Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, segir í Morgunblaðinu í dag að greinin sé að rétta úr kútnum eftir tvö mögur ár. Velta fyrirtækisins hafi verið fimm milljarðar árið 2016, en aðeins einn milljarður síðastliðin tvö ár.

„Upp á síðkastið hafa verið jákvæð teikn á lofti á Íslandi,“ segir Leifur. Hjá Sagafilm er áætlað að veltan tvöfaldist á þremur árum, en mikill uppgangur er í innlendri framleiðslu.

Áhyggjur af verkföllum

Þrátt fyrir að ákveðin bjartsýni ríki nú hafi menn áhyggjur af mögulegum verkföllum, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert