Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá félagsmönnum VR sem starfa hjá hópbifreiðafyrirtækjum og hjá 20 hótelfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði hófst í dag og stendur í viku, til 12. mars. Atkvæðagreiðsla hjá Eflingu hófst á hádegi í gær og stendur til loka laugardags.
Á vefsíðu VR kemur fram að viðhöfð verði rafræn atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina, en eins og mbl.is hefur fjallað um leggur forysta VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness til umfangsmiklar aðgerðir. Í heildina ná þær hið minnsta til 40 fyrirtækja í hótel- og gistingarekstri, auk hópbifreiðafyrirtækja.
Aðeins þeir sem verkföllin ná til munu greiða atkvæði um tillögur félaganna um vinnustöðvun, sem er önnur aðferð en Efling valdi síðast.
Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna VR hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og félagsmönnum VR hjá eftirfarandi fyrirtækjum: