Atkvæðagreiðsla hjá VR hófst í dag

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá félagsmönnum VR sem starfa hjá hópbifreiðafyrirtækjum og hjá 20 hótelfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði hófst í dag og stendur í viku, til 12. mars. Atkvæðagreiðsla hjá Eflingu hófst á hádegi í gær og stendur til loka laugardags.

Á vefsíðu VR kemur fram að viðhöfð verði rafræn atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina, en eins og mbl.is hefur fjallað um leggur forysta VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness til umfangsmiklar aðgerðir. Í heildina ná þær hið minnsta til 40 fyrirtækja í hótel- og gistingarekstri, auk hópbifreiðafyrirtækja.

Aðeins þeir sem verk­föll­in ná til munu greiða at­kvæði um til­lög­ur fé­lag­anna um vinnu­stöðvun, sem er önn­ur aðferð en Efl­ing valdi síðast.

Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna VR hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og félagsmönnum VR hjá eftirfarandi fyrirtækjum:

  • Fosshótel Reykjavík ehf.
  • Hótel 1919 ehf.
  • Íslandshótel hf. 
  • Hótel Óðinsvé hf.
  • Flugleiðahótel ehf.
  • Hótel Leifur Eiríksson ehf.
  • Cabin ehf.
  • Hótel Smári ehf. 
  • Hótel Saga ehf.
  • Fjörukráin ehf. (Hotel Viking)
  • Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. 
  • Hótel Holt Hausti ehf.
  • Hótel Klettur ehf.
  • Hótelkeðjan ehf.
  • Örkin Veitingar ehf.
  • CapitalHotels ehf.
  • Keahótel ehf.
  • Kex Hostel
  • Hótel Frón ehf.
  • 101 (einn núll einn) hótel ehf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert