Byrja að rykbinda stofnbrautir í dag

Fólk er beðið um að sýna tillitssemi meðan vinnuvélar verða …
Fólk er beðið um að sýna tillitssemi meðan vinnuvélar verða að störfum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Ákveðið hefur verið að rykbinda hluta af þjóðvegum og stofnbrautum í þéttbýli í Reykjavík í dag, en í gær var svifryk yfir heilsuverndarmörkum í höfuðborginni. Er magnesíumklóríði úðað á göturnar, en það hefur reynst vel við rykbindingu. 

Rykbindingin hefst um hádegi, en þær götur sem á að rykbinda eru meðal annars Miklabraut, Sæbraut, hluti Reykjanesbrautar, Suðurlandsbraut og Bústaðavegur.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar er fólk beðið um að taka tillit til aksturs vinnuvéla í dag sem verða að störfum. Þá kemur fram að farið hafi verið í aðgerðirnar að ráðum viðbragðsteymis um loftgæði en það er samstarfsvettvangur Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Veðurhorfur næstu daga auka líkur á svifryki einkum þar sem umferðarhraði er mikill.

Göturnar á myndinni verða rykbundnar í dag.
Göturnar á myndinni verða rykbundnar í dag. Kort/Reykjavíkurborg

Í gær klukkan 14:00 var klukku­tíma­gildi svifryks (OM10) við Grens­ás­veg 119,0 míkró­grömm á rúm­metra en sól­ar­hrings­heilsu­vernd­ar­mörk fyr­ir svifryk eru 50 míkró­grömm á rúm­metra. Í mælistöð við Njörvasund/​Sæ­braut var klukku­tíma­gildið klukk­an 14.00 106,4 míkró­grömm á rúm­metra og í mælistöð við Eg­ils­höll 33,4 míkró­grömm á rúm­metra. Í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum var svifryks­gildi 13,1 míkró­gramm á rúm­metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert