Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu að matsáætlun með athugasemdum vegna fyrirhugaðrar landfyllingar og hafnar fyrir efnisvinnslusvæði Björgunar á Álfsnesi. Í heild er um að ræða 12-15 hektara svæði í Álfsnesvík sem talinn er vænlegasti kosturinn eftir valkostagreiningu að mati framkvæmdaraðila.
Í ákvörðun Skipulagsstofnunar er fjallað um valkosti, rannsóknir og vöktun ásamt áhrifum á landslag og ásýnd, strandsvæði, lífríki í sjó og á landi, menningar- og náttúruminjar og samfélag.
Athugasemdir Skipulagsstofnunar eru eftirfarandi:
Nú þegar Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu að matsáætlun er næsta skref í ferlinu að framkvæmdaaðili skilar inn frummatsskýrslu og þarf hún að vera í samræmi við matsáætlunina, segir í tilkynningu.
Í frummatsskýrslu setur framkvæmdaraðili fram mat sitt á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í samræmi við matsáætlun og sendir Skipulagsstofnun skýrsluna. Stofnunin fer yfir skýrsluna og metur hvort hún sé í samræmi við matsáætlun og ákvæði laga og reglugerðar.