Fleiri stæði við Landspítalann gjaldskyld

Gestir spítalans freistast til að leggja á grasi og gangstéttum.
Gestir spítalans freistast til að leggja á grasi og gangstéttum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gjaldskyldum bílastæðum við Landspítalann var fjölgað umtalsvert síðastliðinn föstudag. Með því vilja stjórnendur spítalans auðvelda aðgengi þeirra sem heimsækja spítalann.

Vegna framkvæmda við byggingu nýs Landspítala hefur verið þrengt að aðgengi að spítalanum. Hefur fólk lent í vandræðum með að komast að spítalanum. Dæmi er um að fólk hafi hætt við heimsóknir.

Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir að búið sé að tvöfalda þann fjölda stæða sem ætluð eru gestkomandi. Þau eru næst inngöngum spítalans. „Þetta er eina leiðin til að hafa stæðin laus. Þeir sem stoppa lengur leggja fjær,“ segir Ingólfur Þórisson.

Að hans sögn eru nú um 200 gjaldskyld bílastæði við Landspítalann af alls um 1.100 bílastæðum þar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert