Fundað stíft í Karphúsi

Samninganefnd Alþýðusambandsins á fundi.
Samninganefnd Alþýðusambandsins á fundi. mbl.is/​Hari

Áfram eru stíf funda­höld und­ir stjórn rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Starfs­greina­sam­bands Íslands, sam­flots iðnaðarmanna og Lands­sam­bands ís­lenskra iðnaðarmanna.

Boðaðir eru dag­leg­ir fund­ir fram á föstu­dag en að sögn Bryn­dís­ar Hlöðvers­dótt­ur rík­is­sátta­semj­ara eru viku­lok­in eng­in enda­stöð í viðræðunum held­ur verður þeim haldið áfram eft­ir þörf­um.

Rík­is­sátta­semj­ari ákvað í gær að boða samn­inga­nefnd­ir í deilu SA og verka­lýðsfé­lag­anna fjög­urra sem slitu viðræðum á dög­un­um og und­ir­búa nú at­kvæðagreiðslur um vinnu­stöðvan­ir til sátta­fund­ar klukk­an 10 á fimmtu­dag. Þá verða liðnir 14 dag­ar frá því viðræðunum var slitið en rík­is­sátta­semj­ara ber að boða sátta­fundi í deil­um eigi sjaldn­ar en á fjór­tán daga fresti.

Fyrsta verk­fall Efl­ing­ar á hót­el­um og gististöðum er boðað nú á föstu­dag. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja boðun þess and­stæða lög­um. Málið var tekið fyr­ir í Fé­lags­dómi í gær og er bú­ist við dómi á morg­un, miðviku­dag.

Miðlun­ar­til­laga ekki rædd

Samn­ing­ar á al­menna vinnu­markaðnum hafa nú verið laus­ir í níu vik­ur. Rík­is­sátta­semj­ari hef­ur sam­kvæmt vinnu­lög­gjöf­inni heim­ild til að leggja fram miðlun­ar­til­lögu til að leysa vinnu­deil­ur hafi sáttaum­leit­an­ir ekki borið ár­ang­ur. Slíka til­lögu ber að leggja beint und­ir at­kvæði fé­lags­manna til samþykkt­ar eða synj­un­ar. Í um­fjöll­un um kjaraviðræðurn­ar í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Bryn­dís að ekki hafi komið til tals að leggja slíka til­lögu fram núna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert