Holur skapa verulega hættu í umferðinni

Kristinn Magnússon

„Við höfum fengið tilkynningar frá fólki og komum þeim á framfæri við viðkomandi sveitarfélög eða Vegagerðina. Okkar tilfinning er að fólk sé meðvitaðra en áður um að tilkynna um holur á vegum,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Nú er runninn upp sá árstími þegar holur koma í ljós í malbiki á vegum, bæði í þéttbýli og á þjóðvegum landsins. Þetta gerist jafnan þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda. Holur sem þessar geta haft mikla hættu í för með sér.

„Þetta skapar auðvitað verulega hættu. Annars vegar á tjóni en einnig að fólk missi stjórn á ökutækjunum og ógni þar með öryggi í umferðinni,“ segir Runólfur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert