Laugarvatn í lagi

Baðgestir á Laugarvatni geta tekið gleði sína á ný. Nú …
Baðgestir á Laugarvatni geta tekið gleði sína á ný. Nú er hægt að baða sig í vatninu og njóta náttúrunnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mæl­ing­ar Heil­brigðis­eft­ir­lits Suður­lands á saur­gerla­meng­un í Laug­ar­vatni leiddi í ljós að saur­gerla­magn er nú und­ir viðmiðun­ar­mörk­um og óhætt er að baða sig í vatn­inu.

„Eft­ir mæl­ing­ar í janú­ar, sem leiddu til þess að við vöruðum fólk við að baða sig í vatn­inu, gerði Blá­skóga­byggð viðeig­andi ráðstaf­an­ir, en talið er að saur­gerla­meng­un­in hafi stafað af því að úr­gangs­vatn úr rotþróm hafi seytlað út í vatnið,“ seg­ir Sigrún Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Suður­lands.

Sigrún seg­ir að meng­un­in hafi upp­götv­ast við reglu­legt eft­ir­lit í des­em­ber. Við mæl­ingu í janú­ar hafi ástandið verið lítið skárra og því hafi verið brugðið á það ráð að vara við böðun í vatn­inu. Sigrún seg­ir að mælt verði aft­ur fljót­lega. Hún seg­ir að þar sem Laug­ar­vatn sé skil­greint sem úti­vist­ar­svæði gildi þar stífari regl­ur en gilda um nátt­úru­laug­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert