Laugarvatn í lagi

Baðgestir á Laugarvatni geta tekið gleði sína á ný. Nú …
Baðgestir á Laugarvatni geta tekið gleði sína á ný. Nú er hægt að baða sig í vatninu og njóta náttúrunnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mælingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á saurgerlamengun í Laugarvatni leiddi í ljós að saurgerlamagn er nú undir viðmiðunarmörkum og óhætt er að baða sig í vatninu.

„Eftir mælingar í janúar, sem leiddu til þess að við vöruðum fólk við að baða sig í vatninu, gerði Bláskógabyggð viðeigandi ráðstafanir, en talið er að saurgerlamengunin hafi stafað af því að úrgangsvatn úr rotþróm hafi seytlað út í vatnið,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Sigrún segir að mengunin hafi uppgötvast við reglulegt eftirlit í desember. Við mælingu í janúar hafi ástandið verið lítið skárra og því hafi verið brugðið á það ráð að vara við böðun í vatninu. Sigrún segir að mælt verði aftur fljótlega. Hún segir að þar sem Laugarvatn sé skilgreint sem útivistarsvæði gildi þar stífari reglur en gilda um náttúrulaugar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert