Ræddi öryggiseftirlit í ríkisstjórn

Farangur skoðaður í Leifsstöð.
Farangur skoðaður í Leifsstöð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst rétt að skoða þetta fyrirkomulag aðeins og kynnti ríkisstjórninni það,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Á ríkisstjórnarfundi í gær kynnti hún fyrirkomulag öryggiseftirlits á Keflavíkurflugvelli.

Í október síðastliðnum voru teknar upp á Keflavíkurflugvelli auknar öryggisráðstafanir fyrir farþega á leið til Bandaríkjanna. Eru þær gerðar að kröfu bandarískra stjórnvalda. Þessar kröfur fela það í sér að farþegar eru teknir í stutt viðtöl á meðan þeir bíða eftir að innrita farangur sinn eða áður en þeir fara í gegnum öryggishlið. Þá eru vegabréf farþega skönnuð. Framkvæmd þessa eftirlits er í höndum verktaka á vegum flugfélaganna.

„Bandarísk yfirvöld gera ríkari kröfur til flugrekstraraðila sem fljúga þangað um að viðhafa tiltekið eftirlit við innritun í flug. Mér skilst að þetta séu spurningar í líkingu við þær sem fólk fær þegar það kemur til Bandaríkjanna en að svörin séu ekki skráð neins staðar. Þetta eftirlit er ekki á vegum íslenskra stjórnvalda en það hefur verið í umræðunni og því lét ég skoða það,“ segir Sigríður Á. Andersen í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert