Sóknarprestur ósáttur við ákvörðun kirkjuþings

Saurbæjarkirkja.
Saurbæjarkirkja. mbl.is/RAX

Kirkjuþing samþykkti á laugardag að leggja niður Saurbæjarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi. Séra Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknarprestur í Saurbæ, er ósáttur við þessa ákvörðun og segist telja hana ólögmæta.

Um var að ræða framhaldskirkjuþing og til afgreiðslu voru mál sem ekki náðist að ljúka á kirkjuþingi í nóvember á síðasta ári.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristinn Jens ýmislegt óljóst varðandi þessa samþykkt kirkjuþings, t.d. liggi ekki fyrir frá og með hvaða degi eigi að leggja prestakallið niður. „Mér finnst óeðlilegt að fara þessa leið niðurlagningar þegar eðlilegt hefði verið að fara leið sameiningar eins og annars staðar var gert,“ segir séra Kristinn Jens. Hann bendir á að allar umsagnir um tillöguna úr héraði til kirkjuþings, þrír safnaðarfundir í sóknum Saurbæjarprestakalls og aukahéraðsfundur í Vesturlandsprófafastsdæmi hafi hafnað niðurlagningunni, en talað fyrir sameiningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert