Tíminn fer í snyrtingu og þrif

Álftin sem bjargað var af Urriðakota­s­vatni í gær er óðum að braggast. Hún hefur eytt miklum tíma í að snyrta sig og þrífa eftir komuna í Húsdýragarðinn. Þar dvelur hún í fuglabúri sem gjarnan er kallað Styrmishöll. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að sleppa henni út í náttúruna að nýju.

Matarlystin er ágæt og hún hefur borðað brauð sem starfsmenn garðsins hafa gefið henni. Ekki er búið að gefa henni nafn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka