Margítrekuð brot

Ökumaður var stöðvaður í hverfi 101og reyndist hann undir áhrifum fíkniefna. Um margítrekuð brot var að ræða og var ökumaður sviptur ökuréttindum til bráðabirgða ásamt því að lögregla lagði hald á bifreiðina vegna þessa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því síðdegis í gær þangað til í nótt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo aðra ökumenn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var jafnframt án ökuréttinda þar sem hann hafði verið sviptur þeim. 

Skráningarmerki voru fjarlægð af um 10 bifreiðum þar sem þær voru annars vegar ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á tilsettum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert