Margítrekuð brot

Ökumaður var stöðvaður í hverfi 101og reynd­ist hann und­ir áhrif­um fíkni­efna. Um margít­rekuð brot var að ræða og var ökumaður svipt­ur öku­rétt­ind­um til bráðabirgða ásamt því að lög­regla lagði hald á bif­reiðina vegna þessa. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu frá því síðdeg­is í gær þangað til í nótt.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stöðvaði tvo aðra öku­menn fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna. Ann­ar þeirra var jafn­framt án öku­rétt­inda þar sem hann hafði verið svipt­ur þeim. 

Skrán­ing­ar­merki voru fjar­lægð af um 10 bif­reiðum þar sem þær voru ann­ars veg­ar ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á til­sett­um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert