Ólafur Ragnar á fund páfa

Ólafur Ragnar Grímsson og fjölskylda við vígslu brjóstmyndar á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson og fjölskylda við vígslu brjóstmyndar á Bessastöðum. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon

Spennandi verkefni bjóðast Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, víða um heim.

Hann hefur verið á stanslausum ferðalögum síðan í desember, m.a. ráðstefnum í Kóreu og Peking, fundum í Hong Kong og í gær lá leiðin til Rómar þar sem hann mun sitja fund í Vatíkaninu um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Vegna þessara tíðu ferðalaga gekk erfiðlega að finna tíma fyrir vígsluathöfn brjóstmyndar af Ólafi, sem afhjúpuð var á Bessastöðum í fyrradag. Ólafur segist ánægður með myndina sem Helgi Gíslason gerði. „Mér finnst vel hafa tekist til að ná svipmóti mínu frá ýmsum hliðum,“ segir Ólafur um brjóstmyndina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert