Opnað fyrir stærri skip

Mörg skemmtiferðaskip sækja Grundarfjörð heim í ár.
Mörg skemmtiferðaskip sækja Grundarfjörð heim í ár. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

„Þegar Norðurg­arður var síðast lengd­ur, fyr­ir hátt í 20 árum, sáu menn þessa stækk­un ekki endi­lega fyr­ir sér. En eft­ir því sem árin líða, aðstæður breyt­ast og skip­in stækka skap­ast þessi þörf,“ seg­ir Björg Ágústs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Grund­ar­fjarðarbæj­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið og vís­ar í máli sínu til fyr­ir­hugaðrar leng­ing­ar á Norðurg­arði Grund­ar­fjarðar­hafn­ar.

Greint var frá áform­um þess­um í Morg­un­blaðinu í gær, en í fyrra­dag var skrifað und­ir samn­ing við Björg­un ehf. um fyrsta áfanga fram­kvæmd­anna.

Áfang­inn felst í dæl­ingu púða und­ir 130 metra leng­ingu garðsins, en verkið var boðið út í janú­ar síðastliðnum. Við fram­kvæmd­ina skap­ast einnig tæp­lega 5.000 fer­metra nýtt at­hafna­svæði, til viðbót­ar við um 4.200 fer­metra at­hafna­svæði Norðurg­arðs. Björg seg­ir aðstæður til stækk­un­ar vera mjög góðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert