Ríkið sýknað af kröfu Ástu Kristínar

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstirétt­ur hef­ur sýknað ís­lenska ríkið í skaðabóta­máli Ástu Krist­ín­ar Andrés­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræðings, sem fór fram á fjór­ar millj­ón­ir í skaðabæt­ur eft­ir að hafa verið sýknuð af ákæru um mann­dráp af gá­leysi.

Ásta Krist­ín var ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í kjöl­far þess að sjúk­ling­ur á Land­spít­al­an­um sem var í henn­ar um­sjá lést í byrj­un októ­ber 2012. Héraðsdóm­ur sýknaði Ástu Krist­ínu af ákær­unni í des­em­ber 2015. Höfðaði hún skaðabóta­málið gegn rík­inu í fram­hald­inu og fór fram á fjór­ar millj­ón­ir í bæt­ur.

Skaðabótakraf­an var byggð á því að starfs­menn rík­is­ins, einkum lög­reglu­menn sem komu að rann­sókn máls­ins, hafi gert mis­tök við upp­haf máls­ins sem hafi leitt til þess að Ásta Krist­ín tók á sig ábyrgð á and­láti sjúk­lings­ins að ósekju. 

Héraðsdóm­ur sýknaði ríkið af skaðabóta­kröf­unni 29. nóv­em­ber 2017. Ásta Krist­ín áfrýjaði mál­inu til Lands­dóms, sem staðfesti dóm héraðsdóms og sýknaði ríkið. Þeim dómi var svo skotið til Hæsta­rétt­ar, sem dæmdi í mál­inu í gær.

Í niður­stöðu Hæsta­rétt­ar kom fram að ekki væri hægt að sanna það að ís­lenska ríkið hefði brotið gegn frelsi eða æru henn­ar í skiln­ingi skaðabóta­laga. Því skuli hinn áfrýjaði dóm­ur Lands­rétt­ar vera óraskaður og er ríkið því sýknað af kröf­um Ástu. Máls­kostnaður greiðist úr rík­is­sjóði.

Ásta Kristín Andrésdóttir eftir dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi 2015.
Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir eft­ir dóms­upp­kvaðning­una í héraðsdómi 2015. Morg­un­blaðið/​Jón Pét­ur Jóns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert