Ríkið sýknað af kröfu Ástu Kristínar

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið í skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem fór fram á fjórar milljónir í skaðabætur eftir að hafa verið sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi.

Ásta Krist­ín var ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í kjöl­far þess að sjúk­ling­ur á Land­spít­al­an­um sem var í henn­ar um­sjá lést í byrj­un októ­ber 2012. Héraðsdóm­ur sýknaði Ástu Krist­ínu af ákær­unni í des­em­ber 2015. Höfðaði hún skaðabóta­málið gegn rík­inu í fram­hald­inu og fór fram á fjórar milljónir í bætur.

Skaðabótakraf­an var byggð á því að starfs­menn rík­is­ins, einkum lög­reglu­menn sem komu að rann­sókn máls­ins, hafi gert mis­tök við upp­haf máls­ins sem hafi leitt til þess að Ásta Krist­ín tók á sig ábyrgð á and­láti sjúk­lings­ins að ósekju. 

Héraðsdómur sýknaði ríkið af skaðabótakröfunni 29. nóvember 2017. Ásta Kristín áfrýjaði málinu til Landsdóms, sem staðfesti dóm héraðsdóms og sýknaði ríkið. Þeim dómi var svo skotið til Hæstaréttar, sem dæmdi í málinu í gær.

Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að ekki væri hægt að sanna það að íslenska ríkið hefði brotið gegn frelsi eða æru hennar í skilningi skaðabótalaga. Því skuli hinn áfrýjaði dómur Landsréttar vera óraskaður og er ríkið því sýknað af kröfum Ástu. Málskostnaður greiðist úr ríkissjóði.

Ásta Kristín Andrésdóttir eftir dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi 2015.
Ásta Kristín Andrésdóttir eftir dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi 2015. Morgunblaðið/Jón Pétur Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert