Vantar fleira fólk og meiri búnað

Í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ýmsar skoðanir komu fram í umræðum um skýrslu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um Schengen-samstarfið sem kynnt var fyrir tveimur vikum og rædd á Alþingi í gær.

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að alvarlegir veikleikar eru á stjórnskipulagi landamæraeftirlits hér á landi. Mannafla skortir til að framkvæmd samstarfsins hér á landi uppfylli gæðakröfur og bæta þarf búnað og áhættugreiningar við eftirlit við landamærin. Sigríður segir að þó að víða sé pottur brotinn uppfylli Ísland engu að síður skuldbindingar sínar á þessu sviði.

„Við vissum vel af þessum annmörkum, t.d. að við séum ekki búin að taka alla gagnagrunna í notkun, en við höfum undanfarið sett mikið fé í að efla landamæravörslu og fjölga landamæravörðum. Þetta helst í hendur við þróun löggæslunnar. Það hefur verið mikil þróun í þessu samstarfi undanfarin ár,“ segir Sigríður í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert