Nýir sjúkrabílar hafa ekki verið teknir í notkun hér á landi síðan í janúar 2016. Tilboð í útboði Ríkiskaupa vegna kaupa á 25 nýjum sjúkrabílum verða opnuð 14. mars eftir ítrekaðar frestanir.
Rauði krossinn skrifaði rekstraraðilum sjúkrabíla 4. mars um stöðuna varðandi endurnýjun sjúkrabílanna.
Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram að búið væri að kaupa minnst 37 sjúkrabíla ef samningur RKÍ og ríkisins, sem var handsalaður fyrir rúmum tveimur árum, hefði komist í framkvæmd.