Félagsdómur kemur saman klukkan 13 í dag vegna lögmætis boðunar Eflingar stéttarfélags á verkfalli hótelstarfsmanna.
Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Reiknað er með því að Félagsdómur kveði upp dóm í dag en verkfallið á að hefjast á morgun.
SA telja atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum enda verði vinnustöðvun, sem einungis sé ætlað að ná til ákveðins hóps félagsmanna, einungis borin undir þá félagsmenn sem vinnustöðvun er ætlað að taka til.