Gætu orðið óstarfhæfir

Leikskólinn Hólaborg er fremur lítill, með þrjár deildir og um …
Leikskólinn Hólaborg er fremur lítill, með þrjár deildir og um 50 börn, en á skólunum er rekin ólík stefna. Suðurborg mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ljóst að leikskólarnir verða óstarfhæfir ef allar þessar uppsagnir taka gildi og þá er ekkert annað í stöðunni en að senda börnin heim,“ segir Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari á Hólaborg í Breiðholti, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hún í máli sínu til tillögu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þess efnis að sameina skuli yfirstjórn tveggja leikskóla, Suðurborgar og Hólaborgar, í Suðurhólum í Breiðholti. Friðbjörg segir hvorki starfsfólki né foreldrum hafa verið kynnt þessi tillaga áður en hún var samþykkt. Þess í stað var sendur út tölvupóstur sem tilkynnti um ákvörðunina og verður hún tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag.

Mikil andstaða er meðal starfsfólks leikskólanna við fyrirhugaða sameiningu. Hafa nú alls tíu starfsmenn Suðurborgar og Hólaborgar sagt upp eða íhuga að segja upp. Af þeim sem sagt hafa upp í Suðurborg eru þrír leikskólakennarar, þar af einn með deildarstjórn og annar sem sinnir starfi sérkennslustjóra. Einnig eru fjórir starfsmenn til viðbótar með uppeldismenntun sem hafa sagt upp störfum eða íhuga að segja upp.

Í Hólaborg eru þrír starfsmenn búnir að segja upp og sinna tveir þeirra deildarstjórn.

Foreldri barns á Suðurborg sem Morgunblaðið ræddi við segir foreldra þar almennt sátta við núverandi fyrirkomulag. „Við teljum það vera algjöra ókurteisi af hálfu Reykjavíkurborgar að vera að raska þessu góða starfi,“ segir sá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert