Ofbeldi ekki upprætt með pennastriki

Niðurstöður í áfallasögu kvenna kynntar.
Niðurstöður í áfallasögu kvenna kynntar. mbl.is/Eggert

„Ofbeldi verður ekki upprætt með einu pennastriki því sjaldnast breyta lög og reglugerðir gildismati. Aðgerðir stjórnvalda og það sem samfélagið gerir þarf að fara saman til að hafa áhrif.” Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á kynningarfundi á fyrstu niðurstöðum rannsóknar á áfalla­sögu kvenna sem fram fór í dag. 

Rannsóknin sýnir að hátt hlutfall kvenna hefur orðið fyrir líkamlegu og/eða andlegu ofbeldi. 

Katrín benti að gildismat samfélagsins þyrfti að breytast því fyrsta niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að við getum næstum því kallað það hversdagsleg að konur verði fyrir ofbeldi. Mikilvægt sé að skapa samfélag þar sem „stúlkur geti vaxið úr grasi án ótta við kynbundið ofbeldi. Kynjajafnrétti verður ekki náð fyrr en hægt verður að uppræta kynbundið ofbeldi,” segir Katrín. 

Þurfum meiri hjálp með taugakerfið

Á kynningarfundinum steig einnig á svið Stefanía Sigurðardóttir, fyrrverandi markaðsstjóri, og sagði sögu sína af áföllum og kulnun. Hún tiltók sérstaklega hversu mikilvægt framtak rannsóknin svo hægt væri að nýta sögu hennar áfram. Hún sjálf hafði vægast sagt upplifað margt á eigin skinni og orðið fyrir fjölmörgum áföllum sem hún greindi frá á einlægan hátt. Eftir frásögn hennar stóð allur salurinn upp og klappaði henni lof í lófa fyrir hugrekkið og einlægnina.

Stefanía fór yfir það hvernig orðræðan hafi verið strax frá barnæsku að hún þyrfti að vera sterk og dugleg til að takast á við áföllin sem voru ekki rædd frekar í barnæsku. Hún kom sér upp sterkri skel en er nú óvinnufær  

Hún benti á mikilvægi þess að huga að heilanum og heilsu hans. Hún væri sjálf hugvitsmanneskja sem hefði þurft að nota heilann í sínu starfi en hún stofnaði  m.a. nýsköpunarfyrirtæki og vann öflugt starf fyrir sprotafyrirtæki.

Hætt að treysta heilanum eftir ítrekuð áföll

Nú er svo komið fyrir henni að hana langar ekki að vinna meira með heilanum því hún „treystir“ honum ekki lengur. „Við hugvitsstarfsmenn þurfum miklu meiri aðstoð með taugakerfið,“ sagði Stefanía. 

Aðrir mælendur á fundinum voru: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Alma Möller, landlæknir, Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands: Áfallasaga kvenna – fyrstu niðurstöður, Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar:  Erfðir, umhverfi og heilsufar. 

Fundarstjóri: Arna Hauksdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt erindi á fundinum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt erindi á fundinum. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert