Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fagnar nýju frumvarpi …
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fagnar nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar ráðherra flokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vörður, full­trúaráð sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, fagn­ar frum­varpi Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, um að heim­ila inn­flutn­ing á fersku kjöti og eggj­um frá ríkj­um inn­an EES-svæðis­ins. Þetta kem­ur fram í álykt­un full­trúaráðsins, sem fundað hef­ur um málið.

Í álykt­un­inni seg­ir að um sé að ræða „skyn­sam­legt frum­varp sem leiðir sam­an sjón­ar­mið um viðskiptafrelsi og mat­væla­ör­yggi og þræðir þar gull­inn milli­veg“ og að aukið versl­un­ar­frelsi af þeim toga sem boðað er í frum­varp­inu feli í sér veiga­mikla kjara­bót fyr­ir neyt­end­ur hér á landi sem munu fram­veg­is njóta áður óþekkts val­frels­is við mat­ar­inn­kaup sín.“

Þá seg­ir í álykt­un­inni að þar sem mat­ar­inn­kaup séu stór út­gjaldaliður á flest­um heim­il­um lands­ins sé þetta frum­varp og sú kjara­bót sem það feli í sér fyr­ir neyt­end­ur, „já­kvætt inn­legg í þær viðkvæmu kjaraviðræður sem nú standa yfir“.

„Eng­in ástæða er til að ótt­ast hið aukna val­frelsi sem ís­lensk­um neyt­end­um er þarna veitt enda fel­ur frum­varpið það jafn­framt í sér að sterk staða Íslands þegar kem­ur að vörn­um gegn mat­væla­sýk­ing­um verður tryggð með nýju laga­ákvæði þess efn­is að óheim­ilt verði að dreifa ali­fugla­kjöti nema mat­væla­fyr­ir­tæki geti sýnt fram á að kjötið sé ekki sýkt af kampýlób­akt­er. Sam­hliða fram­lagn­ingu frum­varps­ins hafa stjórn­völd svo kynnt tólf skrefa aðgerðaáætl­un sem ætlað er að efla mat­væla­ör­yggi, tryggja vernd búfjár­stofna og bæta sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu,“ seg­ir í álykt­un Varðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert