Vilja að stjórnvöld fresti innflutningi á hráu kjöti

Guðni Ágústsson (t.v.) og Björn Sigurðsson.
Guðni Ágústsson (t.v.) og Björn Sigurðsson.

Fjölsóttur fundur sem haldinn var á Kanaríeyjum á laugardag skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að fresta öllum áformum um innflutning á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og hráum eggjum frá Evrópusambandslöndum við núverandi framleiðsluhætti landbúnaðarvara í flestum ríkjum sambandsins.

Flutningsmenn ályktunarinnar voru þeir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð í Biskupstungum.

Hvern laugardag kemur hópur Íslendinga á ensku ströndinni á Kanaríeyjum saman og ræðir málefni líðandi stundar. Guðni segir fólk úr öllum flokkum koma við sögu á fundunum. „Um leið og alvaran er tekin fyrir eru hér oft skemmtilegir fundir þar sem menn hlæja og gera að gamni sínu. En mikill alvörufundur fór fram um þetta stóra kjötmál og er mikill samhugur meðal Íslendinga að verja og efla íslenskan landbúnað,“ segir Guðni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert