Vilja að stjórnvöld fresti innflutningi á hráu kjöti

Guðni Ágústsson (t.v.) og Björn Sigurðsson.
Guðni Ágústsson (t.v.) og Björn Sigurðsson.

Fjöl­sótt­ur fund­ur sem hald­inn var á Kana­ríeyj­um á laug­ar­dag skor­ar á Alþingi og rík­is­stjórn Íslands að fresta öll­um áform­um um inn­flutn­ing á hráu kjöti, óger­il­sneyddri mjólk og hrá­um eggj­um frá Evr­ópu­sam­bands­lönd­um við nú­ver­andi fram­leiðslu­hætti land­búnaðar­vara í flest­um ríkj­um sam­bands­ins.

Flutn­ings­menn álykt­un­ar­inn­ar voru þeir Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Björn Sig­urðsson, bóndi í Úthlíð í Bisk­upstung­um.

Hvern laug­ar­dag kem­ur hóp­ur Íslend­inga á ensku strönd­inni á Kana­ríeyj­um sam­an og ræðir mál­efni líðandi stund­ar. Guðni seg­ir fólk úr öll­um flokk­um koma við sögu á fund­un­um. „Um leið og al­var­an er tek­in fyr­ir eru hér oft skemmti­leg­ir fund­ir þar sem menn hlæja og gera að gamni sínu. En mik­ill al­vörufund­ur fór fram um þetta stóra kjöt­mál og er mik­ill sam­hug­ur meðal Íslend­inga að verja og efla ís­lensk­an land­búnað,“ seg­ir Guðni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert