LÍV hjá sáttasemjara í dag

Stíft er fundað hjá ríkissáttasemjara.
Stíft er fundað hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag funda samninganefndir Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Gert er ráð fyrir fundi fram eftir degi. Ekki fengust upplýsingar um efni fundarins, enda eru viðsemjendur bundnir trúnaði um það sem fer fram á sáttafundum.

Samflot iðnaðarmanna og SA funduðu alla helgina undir stjórn Bryndísar Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði hún að verið væri að ræða heildarsamhengi og að ekki yrðu tekin út fyrir sviga einstök atriði í samningaviðræðunum.

Á föstudaginn sagði í pistli á heimasíðu Samiðnar að vonir stæðu til að umræðu um vinnutímastyttingu lyki um helgina. Hvort þær væntingar stóðust fékkst ekki staðfest.

Á morgun funda samninganefndir Starfsgreinasambandsins með SA. Samninganefnd SGS samþykkti á föstudaginn að halda viðræðum áfram. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun samflot iðnaðarmanna ganga til fundar með SA hjá sáttasemjara á miðvikudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert